Fugladómstóllinn
Seyðandi og grípandi sálfræðitryllir eftir Agnesi Ravatn, einn áhugaverðasta rithöfund Noregs um þessar mundir. Spennandi og fallega skrifaður sálfræðitryllir sem magnast stig af stigi að átakanlegum hápunkti svo að lesandinn stendur á öndinni. Þessi spennusaga hefur notið mikilla vinsælda í Noregi og leikgerð bókarinnar gekk fyrir fullu húsi í norska þjóðleikhúsinu í tvö ár.