Höfundur: Herdís M. Hübner
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
---|---|---|---|
Áramótaveislan | Lucy Foley | Bókafélagið | Afar spennandi og grípandi morðgáta. Lucy Foley er einn athyglisverðasti sakamálahöfundur Breta. Áramótaveislan er fyrsta sakamálabók hennar. Gamlir vinir koma saman til að fagna áramótum í afskekktum veiðiskála í óbyggðum Skotlands. Slungin frásögn, þrungin raunverulegri ógn. |
Fugladómstóllinn | Agnes Ravatn | Almenna bókafélagið | Seyðandi og grípandi sálfræðitryllir eftir Agnesi Ravatn, einn áhugaverðasta rithöfund Noregs um þessar mundir. Spennandi og fallega skrifaður sálfræðitryllir sem magnast stig af stigi að átakanlegum hápunkti svo að lesandinn stendur á öndinni. Þessi spennusaga hefur notið mikilla vinsælda í Noregi og leikgerð bókarinnar gekk fyrir fullu húsi í ... |
Færðu mér stjörnurnar | Jojo Moyes | Veröld | Árið 1937 flytur hin nýgifta enska Alice til Kentucky þar sem hennar bíður óvæntur og erfiður veruleiki með bandarískum eiginmanni sínum. Ástin dofnar og þegar hinn auðugi og valdamikli tengdafaðir hennar snýst gegn henni og vinkonum hennar er skyndilega frelsi þeirra og líf í hættu. |
Gestalistinn | Lucy Foley | Bókafélagið | Utan við vindasama írska strandlengju safnast gestir saman í brúðkaup ársins! Öll eiga leyndarmál Öll hafa tilefni Gamlir vinir Fornar deilur |
Í hennar skóm | Jojo Moyes | Veröld | Sam dreymir um betra líf, þar sem hún er laus við áhyggjur og erfiðan eiginmann. Einn morguninn tekur hún vitlausa tösku í ræktinni og í henni reynast vera rándýrir hönnunarskór. Hún klæðir sig í skóna og finnst hún vera orðin allt önnur kona. Nisha á töskuna. Líf hennar virðist fullkomið en þegar hún glatar töskunni umbreytist veruleiki hennar. |
Jógagleði | Hannah Barrett | Bókafélagið | Í Jógagleði finnurðu allt sem hjálpar þér að byggja upp innri styrk, hamingju og þrautseigju til að finna leið þína í nútímanum, hvort sem þú er byrjandi eða langar til að dýpka iðkun þína. Hannah Barrett, jóga- og íhugunarkennari, sýnir hvernig þú getur tileinkað þér meginreglur og hugsunarhátt jóga og gert það að hluta daglegs lífs. |
Kirkjugarður hafsins | Aslak Nore | Storytel | Stórbrotin ættarsaga. Týnd erfðaskrá. Hræðilegt leyndarmál. Haustið 1940, þegar Noregur er undir járnhæl Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni, verður skipsskaði úti fyrir norðurströnd landsins. Rithöfundurinn Vera Lind og Olav, ungur sonur hennar, bjargast en eiginmaður Veru ferst ásamt hundruðum annarra farþega. |
Kvöld eitt á eyju | Josie Silver | Forlagið - JPV útgáfa | Pistlahöfundinum Cleo Wilder finnst hugmyndin um að giftast sjálfri sér á afskekktri eyju við Írlandsstrendur og skrifa um það grein afar kjánaleg en er alveg til í ókeypis frí svo hún slær til. Á eynni kemur í ljós að eini gististaðurinn er tvíbókaður en geðstirði ljósmyndarinn Mack neitar að gefa eftir plássið. Hvort þeirra á að sofa á sófanum? |
Sagan af Hertu 3 | Anna Sundbeck Klav | Storytel | Í heiminum öllum geisar stríðið mikla og Herta Hahn bíður þess milli vonar og ótta að fá skilaboð um hvar sonur hennar, Folke, sé niðurkominn. Á meðan vinnur hún myrkranna á milli á Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. |
Tíminn minn 2024 | Björg Þórhallsdóttir | Bókafélagið | Hlý og fallega myndskreytt dagbók eftir íslensku listakonuna Björgu Þórhallsdóttur. |
Tólf lífsreglur Mótefni gegn glundroða | Jordan B. Peterson | Almenna bókafélagið | Endurprentun á þessari sérlega áhugaverðu bók sem skaut höfundinum upp á stjörnuhimininn. Hér lýsir Peterson djúpstæðum tengslum taugafræði og sálfræði við elstu sögur mannkyns. Talar á ákveðinn og blæbrigðaríkan hátt um persónulega ábyrgð og þá merkingu sem hún gefur lífinu. Hér er skrifað um sannleikann — ævafornan sannleika sem svar við brýnu... |
Út fyrir rammann Tólf lífsreglur | Jordan B. Peterson | Almenna bókafélagið | Jordan B. Peterson er einn vinsælasti hugsuður og fyrirlesari heims. Hér er fjallað um mikilvægi persónulegrar ábyrgðar og þá merkingu sem hún gefur lífinu. Á tímum örra og róttækra breytinga, þegar grunnstoðir fjölskyldunnar láta undan síga, menntun breytist í innrætingu og samfélagið leggst í hættulegar pólitískar skotgrafir, á þessi bók sanna... |
Velkomin í sorgarklúbbinn | Janine Kwoh | Bókafélagið | Bókin Velkomin í Sorgarklúbbinn veitir huggun, tengingu, von og hughreystingu öllum þeim sem hafa misst ástvin eða eru nánir einhverjum sem syrgir. Bókin nálgast af samúð og hreinskilni ýmsar hliðar sorgarinnar sem margir upplifa en lítið er rætt um hve margvíslegar og sveiflukenndar tilfinningarnar geta verið – depurð, reiði, sektarkennd, gleði; |