Gervigul

Forsíða bókarinnar

Bókin hefur náð metsölu víða um heim enda efni hennar vakið gríðarmikla athygli. Þá sérstaklega vinkillinn sem snýr að menningarnámi og samfélagsmiðlum.

Með yfirgnæfandi fyrstu persónu rödd glímir Yellowface við spurningar um fjölbreytileika, kynþáttafordóma og menningarheimild, sem og ógnvekjandi firringu samfélagsmiðla. Skáldsaga R.F. Kuang er tímabær, hnífskörp og einstaklega læsileg.

Hvítar lygar. Svartur húmor. Banvænar afleiðingar...

Metsöluhöfundurinn Juniper Song er ekki sú sem hún segist vera, hún skrifaði ekki bókina sem hún segist hafa skrifað og hún er svo sannarlega ekki Asíu-Ameríkani – eins og segir frá í þessari hryllilegu og bráðfyndnu skáldsögu frá R.F. Kuang, #1 New York Times metsöluhöfundi.

Höfundarnir June Hayward og Athena Liu áttu að vera rísa saman upp á stjörnuhiminninn. En Aþena er sú sem slær í gegn í bókmenntaheiminum. June Hayward þekkir enginn. Hver vill lesa sögur um grunnhyggnar hvítar stelpur? hugsar June.

Þegar June verður eina vitnið að dauða Aþenu í ótrúlegu slysi, bregst hún við af hvatvísi: Hún stelur nýloknu meistaraverki Aþenu, tilraunaskáldsögu um óslofað framlag kínverskra verkamanna í fyrri heimsstyrjöldinni.

Hvað ef June ritstýrir skáldsögu Aþenu og sendir hana til umboðsmanns síns sem hennar eigið verk? Hvað ef hún leyfir nýja útgefanda sínum að gefa hana út undir öðru nafni, Juniper Song - ásamt óljósri mynd af þjóðerni höfundar? Á þessi saga ekki skilið að vera sögð, hver svo sem segir hana? Það er það sem June finnst og metsölulisti New York Times virðist vera sammála.

En June kemst ekki undan skugga Aþenu og sönnunargögn sem koma fram virðast ætla að koma upp um (stolna) velgengni June. Þegar June keppist við að vernda leyndarmál sitt uppgötvar hún nákvæmlega hversu langt hún mun ganga til að halda því sem hún telur sig eiga skilið.