Útgefandi: Drápa

Litaskrímslið Læknirinn: sérfræðingur í tilfinningum

Litaskrímslið er nú læknir og hjálpar öðrum að lækna tilfinningar sínar, sérstaklega þær sem eru orðnar svo stórar að þær valda óþægindum. Litaskrímslið hjálpar vinkonu sinni Nínu að átta sig á hvernig henni líður og að læra að segja nei! Litaskrímslið hefur slegið í gegn um allan heim!

Moldin heit

Ástin í lífi Karenar deyr. Hún mætir í jarðarförina óboðin, situr aftast og segir engum hver hún er. En eftir að hafa borið eina fortíð til grafar skýtur önnur upp kollinum. Moldin heit fjallar um ástina, listina, sorg og missi. Hér er á ferðinni feikisterk skáldsaga frá nýrri og spennandi rödd í íslenskum bókmenntaheimi.

Fótboltistarnir Ráðgátan um stolnu styttuna

Ein mínúta eftir! Skógargerði á víti. Það eru tvær mjög sérstakar reglur í jólamótinu í Skógargerði. Allir leikmenn og dómarar verða að vera með jólasveinahúfu og allir mega kasta snjóboltum á síðustu mínútu hvers leiks. Sagan byrjar á lokamínútunni ... og allt getur gerst!