Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Gestalistinn

Forsíða bókarinnar

Utan við vindasama írska strandlengju safnast gestir saman í brúðkaup ársins!

Öll eiga leyndarmál

Öll hafa tilefni

Gamlir vinir

Fornar deilur

Vinir hittast á afskekktri eyju í brúðkaupi. Einn þeirra mun ekki lifa brúðkaupið af. Öll eiga þau leyndarmál, öll hafa tilefni! Meistaralega skrifuð bók eftir Lucy Foley, einn áhugaverðasta spennubókahöfund Breta. Þessi bók var kjörin með yfirburðum spennusaga ársins 2020 af lesendum GoodReads. Áður hefur komið út bókin Áramótaveislan, en hún var kjörin best þýdda spennusaga ársins 2021 á Íslandi á Iceland Noir hátíðinni.