Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Roald Dahl bækurnar Gírafína og Pellinn og ég

Forsíða bókarinnar

Gírafína og Pellinn og ég fjallar drenginn Ella, sem langar að eignast sælgætisbúð, og gíraffa, pelíkana og apa, sem eru nýflutt til landsins. Dýrin reka gluggaþvottafyrirtækið Stigalausa gluggaþvottagengið. Elli og dýrin lenda í spennandi ævintýrum. Hugmyndaríki, húmor og stílbrögð Roalds Dahl njóta sín vel í þessari bók. Dillandi fyndin.

Elli á sér þann draum stærstan að eignast sælgætisbúð, fyllta með heimsins besta sælgæti frá gólfi upp í rjáfur (m.a. íslenskt sælgæti) og hann dreymir um ákveðið hús fyrir búðina, húsið er nefnilega til sölu. Einn daginn er komið spjald í glugga á húsinu. Þar stendur „Seljað"! Allt í einu fara stórir hlutir að þeytast út um gluggana á efri hæðum hússins og svo siglir heilt baðkar út um gluggann og lendir með dásamlegu hvelli fyrir neðan. Það eru nýju íbúarnir sem eru að taka til hendinni en inn eru flutt gíraffi, pelíkani og api. Þau kalla sig Stigalausa gluggaþvottagengið. Elli slæst í för með þeim og þá fara ævintýrin að gerast! Spurningin er hvort draumur Ella um sælgætisbúðina glæsilegu rætist? Gírafína og Pellinn og ég er sérlega skemmtileg og spennandi bók frá hinum eina sanna Roald Dahl.