Góðir Íslendingar
Ungur Reykvíkingur ákveður að beina lífi sínu á nýjar brautir; kveðja Kaffibarinn, kaupa gamlan Lapplanderjeppa og halda í hringferð um landið. Hógvær og ísmeygileg gamansemi bregður óvæntu ljósi á íslenska þjóð en um leið verður þessi óvissuferð í vetrarmyrkri um viðsjálar heiðar leit Íslendings að sjálfum sér.
Bókin er fyrsta bók höfundar og vakti verðskuldaða athygli þegar hún kom fyrst út árið 1998.