Grunur
Þegar Blythe eignast dóttur er hún staðráðin í að veita henni alla þá ást sem hún fór sjálf á mis við. En í þreytuþokunni eftir fæðinguna sannfærist hún um að eitthvað sé afbrigðilegt við barnið. Eða er hún ímyndunarveik, geðveik? Taugatrekkjandi saga um martröð hverrar móður: að geta ekki elskað barnið sitt. Og um líðan konu sem enginn trúir.