Guðrún
18. aldar ættarsaga af Vestfjörðum þar sem sterkar formæður eru í aðalhlutverki. Við sögu koma Danakonungur sem fer í jarðakaup við ekkjuna Guðrúnu, saltvinnsla í Djúpinu og lífsbarátta í óblíðri náttúru. Bókin Guðrún er hin fyrsta í röð fjögurra bóka höfundar um ættarsögu sína á Vestfjörðum.
Árið 1777 gerir Danakonungur kaup við ekkjuna Guðrúnu á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Danir gátu þar með aukið við saltvinnslu á staðnum en ekkjan hlaut að víkja af staðnum. En hver var hún og hvað varð um þessa konu. Í sögunni fylgjum við Guðrúnu og börnum hennar fyrstu árin eftir makaskiptin við kónginn. Þetta er frásögn af verslunarstað í vexti og fjallar um baráttuna við að lifa af í óblíðri náttúru.