Guðrún
18. aldar ættarsaga af Vestfjörðum þar sem sterkar formæður eru í aðalhlutverki. Við sögu koma Danakonungur sem fer í jarðakaup við ekkjuna Guðrúnu, saltvinnsla í Djúpinu og lífsbarátta í óblíðri náttúru. Bókin Guðrún er hin fyrsta í röð fjögurra bóka höfundar um ættarsögu sína á Vestfjörðum.