Álfheimar Gyðjan

Forsíða bókarinnar

Hörkuspennandi lokaþáttur í bókaflokki prófessors Ármanns Jakobssonar um fjögur ungmenni í heimi álfanna. Dagný, Konáll, Soffía og Pétur reyna að fóta sig í gráa heiminum sem óbreyttir menntskælingar eftir að hafa neyðst til að flýja Tudati. Þrátt fyrir að vera komin heim er Dagný óróleg. Eru mannheimar í raunverulegri hættu?

Ástandið er undarlegt eftir endurkomu týnda bróðurins og lögreglan er með þau undir eftirliti, auk þess sem Dagný er ósátt við að hafa yfirgefið Álfheima þegar mest á reyndi, sjálf drottning eldsins. Og enn eru ekki  öll kurl komin til grafar.

Hvað vill lögreglumaðurinn Gunnar þeim? Er Ylfa álfur? Leynist eitthvað í egginu sem Filippus tók með sér yfir í gráa heiminn?

Áður hafa komið út Bróðirinn, Risinn og Ófreskjan. Í bókunum er tekist á við álfatrú á nýstárlegan og spennandi hátt.