Hæstiréttur í hundrað ár
Saga
Stofnun Hæstaréttar var mikilvægur áfangi í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar enda fengu Íslendingar þá í hendur æðsta dómsvald í eigin málum. Í þessu riti er aldarsaga réttarins rakin. Oft hefur gustað um Hæstarétt og jafnvel verið vegið að sjálfstæði hans en í annan tíma hefur rétturinn notið virðingar og friðhelgi.