Heimsmeistari
Í miðju köldu stríði öttu fulltrúar stórveldanna kappi um heimsmeistaratitil í skák í smáborginni Reykjavík. Sigurvegarinn ungi var sérvitur en eignaðist þó vinskap heimafólks sem löngu síðar bjargaði honum úr ógöngum. Knöpp og kynngimögnuð saga um snilling sem er ævifangi síns hrjúfa lundernis, listilega samin af sagnameistaranum Einari Kárasyni.