Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Hið stutta bréf og hin langa kveðja

Forsíða bókarinnar

Ungur Austurríkismaður fer til Bandaríkjanna til að jafna sig eftir hjónaskilnað. Fljótlega verður hann þess áskynja að fyrrverandi eiginkona hans veitir honum eftirför. Hann leggur á flótta og hún eltir hann – eða elta þau hvort annað? Býr ást eða hefndarhugur að baki? Það er óljóst eins og svo margt í þessari mögnuðu bók sem er allt í senn ferðasaga, spennusaga og skemmtisaga.