Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Hringferðin

Forsíða bókarinnar

Sumarið 2020 finnst er illa útleikið lík fjölskylduföður, og skilaboð frá morðingjanum eru skilin eftir á vettvangi, rituð með blóði. Áður en langt um líður teygja angar málsins sig víða um land. Fimm manna fjölskylda af stað í hringferð um landið, ómeðvituð um hættuna sem fylgir. Hringferðin er æsispennandi krimmi sem talar beint inn í samtímann.

Sumarið 2020 finnst fjölskyldufaðir myrtur. Líkið er illa útleikið og skilaboð frá morðingjanum finnast á vettvangi, rituð með blóði. Áður en langt um líður teygja angar málsins sig út fyrir höfuðborgarsvæðið. Hin reynda rannsóknarlögreglukona Bergþóra þarf að takast á við þetta flókna morðmál með nýliðann Jakob í eftirdragi og rannsóknardeildina í lamasessi eftir COVID-19 smit. Á sama tíma leggur fimm manna fjölskylda af stað í hringferð um landið, óafvitandi um hættuna sem því fylgir. Við erfiðar aðstæður og í kappi við tímann vaknar spurningin: Hvert er takmark þessa margslungna morðingja? Hringferðin er æsispennandi krimmi sem talar beint inn í samtímann.