Hundagerðið
Úkraínsk kona sem býr við fátækt í Helsinki neyðist til að horfast í augu við sára fortíð sína. Í umrótinu sem fylgdi sjálfstæði heimalandsins eftir fall Sovétríkjanna reyndi hver að bjarga sér og konur seldu það eina sem þær höfðu að selja. Áhrifarík saga um spillingu og græðgi, þar sem stungið er á samfélagskýlum í beittri og vel byggðri frásögn.