Hvers vegna karlmenn geta bara gert eitt í einu og konur þagna aldrei
Hjónin Allan og Barbara Pease fjalla hér á einstaklega gamansaman hátt um samskipti hjóna og para. Lesandinn sér líf sitt örugglega í nýju ljósi.
Karlmenn og konur eru ólík. Hvork betri né verri - bara ólík.
Eitt af því fáa sem þau eiga sameiginlegt er að þau tilheyra sömu dýrategund. Þau lifa í ólíkum heimum, með ólík gildi og fara eftir gjörólíkum reglum. Þetta vita allir, en afar fáir, einkum karlmenn, fást til að viðurkenna það.
Lítum á staðreyndirnar. Um það bil 50% hjónabanda á Vesturlöndum enda með skilnaði og flest alvarleg sambönd endast ekki. Karlmenn og konur í öllum menningarheimum, trúarbrögðum og hörundslit rífast stöðugt yfir áliti, hegðun, afstöðu og skoðunum við maka sinn.
Þegar karlmaður fer á klósettið gerir hann það yfirleitt af einni ástæðu og aðeins einni. Konur sem fara saman án þess að þekkjast inn á klósett geta komið út sem bestu vinkonur.
En öllum myndi hiklaust finnast sá maður vafasamur sem segði: „Heyrðu Frank, ég ætla á klósettið. Kemurðu með?“
Karlmenn leggja undir sig sjónvarpsfjarstýringuna og skruna milli stöðva; konum er sama þótt þær horfi á auglýsingarnar. Þegar karlmenn eru undir álagi drekka þeir áfengi og ráðast inn í önnur lönd; konur fá sér súkkulaði og fara að versla.