Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Ísadóra Nótt fer í gistipartí

Forsíða kápu bókarinnar

Þegar Ísadóru er boðið að gista heima hjá Zoe vinkonu sinni verrður hún mjög spennt - hún hefur aldrei farið í gistipartí áður!

Þær ætla að baka kökur, borða miðnætursnarl og flissa heil ósköp - mögulega verða þær að vaka alla nóttina til að hafa tíma fyrir þetta allt saman!

Ísadóra Nótt er sérstök af því að hún er öðruvísi. Mamma hennar er álfur og pabbi hennar vampíra og hún er blanda af þessu tvennu!