Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Jómfrúin

Dönsk og dejlig í 25 ár

Forsíða bókarinnar

Jómfrúin hefur á þeim 25 árum sem hún hefur starfað fangað hjörtu þeirra sem miðbæ Reykjavíkur sækja. Bókin sem hér kemur fyrir sjónir lesenda er óður til Jómfrúarinnar. Í henni má finna uppskriftir að fjölmörgum réttum sem prýtt hafa matseðilinn í gegnum tíðina, sögu veitingastaðarins og vitnisburð fastakúnna sem allir kalla Jómfrúna sína enda eru veitingastaðir hvorki stærri né meiri en fólkið sem er þar innandyra. Jómfrúin er okkar og við erum hennar.

Jómfrúin hefur á þeim 25 árum sem hún hefur starfað fangað hjörtu þeirra sem miðbæ Reykjavíkur sækja. Hún er fasti í tilverunni og viðskiptavinir hennar eru þeir tryggustu. Margir hafa sótt Jómfrúna frá opnun hennar og þangað kemur fólk til að fagna stóráföngum í lífinu, kemst í jólaskapið, hlustar á sumarjazz og hittir góða vini. Á boðstólum er, og hefur alltaf verið, danskt smurbrauð í bland við aðra sígilda danska rétti að ógleymdum guðaveigum til að væta kverkarnar. Hefðin er í hávegum höfð á Jómfrúnni og stefna hennar er að halda kúrsinum stöðugum á langri og farsælli leið.

Bókin sem hér kemur fyrir sjónir lesenda er óður til Jómfrúarinnar. Í henni má finna uppskriftir að fjölmörgum réttum sem prýtt hafa matseðilinn í gegnum tíðina, sögu veitingastaðarins og vitnisburð fastakúnna sem allir kalla Jómfrúna sína enda eru veitingastaðir hvorki stærri né meiri en fólkið sem er þar innandyra. Jómfrúin er okkar og við erum hennar. Kom glad!