Útgefandi: Salka

Dauðaþögn

Hrefna hefur starfað á lögmannsstofunni Skildi frá útskrift en þar sinnir hún aðallega þinglýsingum, skilnaðarpappírum og annarri skriffinnsku. Þegar morðmál dettur óvænt inn á borð hennar teygja þræðir málsins sig í ófyrirséðar áttir og Hrefna þarf að leggja allt í sölurnar til að fóta sig í nýju hlutverki. Er hún að storka örlögunum?

Ég átti að heita Bjólfur

Æskuminningar

Sjónvarpsmaðurinn góðkunni, Jón Ársæll Þórðarson, segir hér sögur úr æsku sinni og rifjar upp veröld sem var fyrir ekki svo mörgum árum, oft á kíminn hátt. Uppvaxtarárin austur á fjörðum, sveitin í Jökulsárhlíð, síldin, sjómennskan, mótunarárin vestur í bæ, grásleppuútgerðin, heimabruggið og margt fleira er rifjað upp á síðum bókarinnar.

Fræ

Fræ hefur að geyma rúmlega hundrað fjölbreyttar uppskriftir að gómsætum réttum úr plönturíkinu. Uppskriftirnar á síðum bókarinnar eiga það sameiginlegt að vera litríkar og bragðmiklar og það er á allra færi að reiða þær fram.

Hvíti ásinn

Það er fátt venjulegt við Iðunni. Hún býr í felum og lítur ekki út eins og aðrir unglingar. Eftir óvænta heimsókn flytur hún á Himinbjörg og líf hennar breytist svo um munar. Mun hún loksins fá að tilheyra umheiminum eða verður lífið enn undarlegra? Í Hvíta ásnum fléttast heimur ása og vætta saman við framtíðina á ævintýralegan hátt.

Kynsegin

Endurminningar

Kynsegin er sjálfsævisaga Maia Kobabe sem segir á hreinskilinn hátt frá því að finna sjálft sig og að koma út sem kynsegin og eikynhneigt fyrir fjölskyldu híns og samfélagi. Með því að spyrja krefjandi spurninga um kynvitund verður þessi persónulega saga áhrifamikill vegvísir í átt að skilningi á okkur sjálfum og öðrum.

Ljósbrot

Þegar þú stendur frammi fyrir sannleikanum eða ímyndinni, hvort velurðu? Kolbrún er farsæll framkvæmdastjóri, hamingjusamlega gift og fjölskyldumyndin gæti auðveldlega fylgt rammanum úti í búð. Þegar hún býður sig fram til forseta fer af stað atburðarás sem hún hefði aldrei getað séð fyrir.

Miðillinn

Á köldum vetrarmorgni er rannsóknarlögreglan kölluð út að Hólavallagarði. Innan um þá sem þar hafa verið lagðir til hinstu hvílu finnst lík eldri konu og fljótt er ljóst að dauðdaga hennar hefur borið að með saknæmum hætti. Hver getur hafa átt eitthvað sökótt við þessa eldri konu sem virðist hafa verið hlédræg, vanaföst og einförul?

Úlfur og Ylfa: Sumarfrí

Úlfur og Ylfa eru bestu vinir. Þau eru komin í sumarfrí og eru á leið í ferðalag með mömmum hans Úlfs. Þau ætla að keyra alla leið á Vestfirði og að sjálfsögðu slæst hundurinn Bósi Ljóshár með í för. Vinanna bíða mörg ævintýri á áfangastað, bæði náttúruundur og nýir vinir og þau taka þátt í spennandi keppni.