Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Kjörbúðarkonan

Forsíða bókarinnar

Þegar Keiko Furukura fær hlutastarf með námi í kjörbúðinni Smile Mart finnur hún tilgang í lífinu. Þar skilur hún reglurnar - þær eru skráðar í handbók búðarinnar - og á auðvelt með að falla inn í starfsmannahópinn. En nú er hún orðin 36 ára gömul og fólki finnst tími til kominn að hún taki næstu skref: finni sér maka og merkilegra starf.

Heillandi persónusköpun og kómísk en djúp sýn á japanskan samtíma, á þrúgandi tilætlunarsemina, að vera og haga sér eins og „hinir“. Sayaka Murata er margverðlaunaður japanskur rithöfundur sem vann sjálf í 18 ár í hlutastarfi í kjörbúð. Kjörbúðarkonan hefur verið þýdd á 37 tungumál og fyrir hana hlaut Murata hin virtu Akutagawa-verðlaun.

Kristín Ingvarsdóttir, lektor í japönskum fræðum við Háskóla Íslands, skrifar eftirmála.

„Óborganlega furðuleg og fyndin“ – Sally Rooney

Kjörbúðarkonan vekur okkur til umhugsunar um hin fastmótuðu gildi sem einkenna japanskt samfélag og ekki síður um hvernig yfirfæra má þessar hugmyndir á samfélag okkar hér á Íslandi sem er ef til vill ekkert svo frábrugðið því japanska þegar öllu er á botninn hvolft.“ Ragnheiður Birgisdóttir, Morgunbaðinu

„Þetta er rosalega snjöll saga.“ Egill Helgason, Kiljunni

„Framandi heimur og fyrir vikið svo spennandi.“ Sunna Dís Másdótttir, Kiljunni

Kjörbúðarkonan er sterk skáldsaga. Stíllinn er knappur, skýr og afdráttarlaus ... vonandi fá íslenskir lesendur að njóta fleiri verka [Murata] í framtíðinni.“ Melkorka Gunborg Briansdóttir, RÚV