Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Kletturinn

  • Höfundur Sverrir Norland
Forsíða bókarinnar

Tuttugu ár eru síðan Gúi hrapaði í klettinum og síðan hafa vinir hans, Einar og Brynjar, þurft að lifa með því áfalli. Hvað gerðist? Það hafa þeir aldrei rætt, en nú verður ekki lengur komist undan uppgjörinu. Heillandi og spennandi skáldsaga um fyrirgefningu, siðferðisspurningar og vináttu karla.