Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Klúbburinn

Forsíða bókarinnar

Árið 2017 ásökuðu átján konur áhrifamann í sænsku menningarlífi um áreitni, hótanir og nauðganir. Ásakanirnar lömuðu m.a starfsemi Sænsku akademíunnar, einnar elstu og virtustu menningarstofnunar veraldar. Í þessari bók er saga kvennanna rakin, fjallað um afleiðingar uppljóstrunar þeirra og hversu langt sumir leyfa sér að ganga í nafni listarinnar.