Klúbburinn
Árið 2017 ásökuðu átján konur áhrifamann í sænsku menningarlífi um áreitni, hótanir og nauðganir. Ásakanirnar lömuðu m.a starfsemi Sænsku akademíunnar, einnar elstu og virtustu menningarstofnunar veraldar. Í þessari bók er saga kvennanna rakin, fjallað um afleiðingar uppljóstrunar þeirra og hversu langt sumir leyfa sér að ganga í nafni listarinnar.