Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Krossljóð

Forsíða bókarinnar

Sigurbjörg Þrastardóttir fer hér nýstárlega leið í skáldskap sínum og slæst í för með 40 erlendum skáldum af ólíkum uppruna. Ásamt því að þýða ljóð eftir hvert og eitt þeirra dregur hún fram óbirt ljóð úr eigin fórum sem kallast á við raddir gestanna.

Úr verður einstakur krosssaumur fjölbreyttra samtímaljóða þar sem skarast vestrænt hversdagslíf, ástir og ofbeldi, húðflúr, húsdýr og mannkynssagan eins og hún blasir við höfundunum.

Bókin á rætur að rekja til þeirra tengsla sem myndast skálda á milli þar sem ljóðvegir liggja vítt og breitt um heiminn.