Kuldi
Ung stúlka ræðst til starfa á unglingaheimili á áttunda áratug liðinnar aldar en dvöl hennar þar á eftir að umbylta lífi hennar.
Þegar ungur maður fer löngu síðar að rannsaka starfsemi heimilisins taka undarlegir atburðir að skekja tilveru hans og dóttur hans.
Spennusagan Kuldi kom fyrst út árið 2012 og hlaut frábærar viðtökur. Hún hefur verið þýdd á fjölda tungumála. Hún er nú endurútgefin í tilefni af því að Sigurjón Sighvatsson hefur framleitt bíómynd eftir sögunni en mynd hans eftir Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur sló rækilega í gegn árið 2017.
„Minnir á Stephen King – þegar hann er upp á sitt allra besta.“
JYLLANDS-POSTEN
„Á köflum er sagan æsispennandi og henni tekst að halda lesandanum í kitlandi óvissu. ... Spennandi og áhrifamikil draugasaga.“ JÓN YNGVI JÓHANNSSON, FRÉTTABLAÐINU
„Sögurnar bera báðar í sér undirliggjandi ógn sem er í senn óþægileg og heillandi.“
DAILY MAIL
BOKKILDEN.NO
„Enn sterkari og áhrifameiri bók en Ég man þig.“
SIGURJÓN SIGHVATSSON