Risaeðlugengið Leyndarmálið
Grameðlurnar og sagtannarnir ætla saman í sumarfrí og Nanna nashyrningseðla slæst í hópinn. Þau ætla að heimsækja afa Sölva sem er uppfinningaeðla og býr í helli í fjöllunum í norðri. En þegar þau (loksins) koma á leiðarenda er afi hvergi sjáanlegur. Er eitthvað dularfullt í gangi í hellinum hans afa?