Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Litla kaffihúsið í Kaupmannahöfn

Forsíða bókarinnar

Kate Sinclair finnst líf hennar í London vera fullkomið. Hún á hrífandi kærasta og nýtur velgegngi í starfi. En þá svíkur kærastinn hana og hreppir sjálfur stöðuhækkunina sem hún hafði sóst eftir. Niðurbrotin fer hún að efast um sjálfa sig og allt – og verður einfaldlega að komast burt.

Tilnefnd sem besta ljúflestrarbókin í Bretlandi – Romance of the Year Awards 2019

Velkomin í Litla kaffihúsið í Kaupmannahöfn þar sem kanililmur fyllir loftið, heita kakóið er silkimjúkt – og rómantíkin er handan við hornið ...

Við kertaljós, notalegar kvöldstundir og rómantískar gönguferðir um fagrar steinlagðar götur Kaupmannahafnar uppgötvar Kate hvernig á að njóta lífsins á danska vísu.

Munu leyndardómar hygge-stemningarinnar leiða til eilífrar hamingju?

„Frábær, innileg og fyndin bók sem ekki er hægt að leggja frá sér.“ – The Writing Garnet

„Það snýst allt um tilfinningar ... ég elska þessa bók.“ – The Cosiest Corner

„Einlæg, fyndin og dásamlega hlýleg.“ – Frankly, My Dear ...

„Ég er nú þegar búin að lesa hana tvisvar. Það sýnir best hve mjög ég naut lestrarins.“ – Life Appears