Maðurinn sem dó tvisvar
Elizabeth fær bréf frá gömlum vinnufélaga. Hann hefur gert hrikaleg mistök og þarf á hjálp að halda. Í sögu hans koma við stolnir demantar, ofbeldisfullur mafíósi og hann er í raunverulegri lífshættu. Líkin byrja að hrannast upp og Elizabeth fær þau Joyce, Ibrahim og Ron í lið með sér í leit að hinum kaldrifjaða morðingja.
Ef þau finna líka demantana? Yrði það ekki smá bónus? Að þessu sinni eiga þau hins vegar við andstæðing sem myndi ekki hika við að kála nokkrum eftirlaunaþegum á áttræðisaldri. Nær Fimmtudagsmorðklúbburinn að finna morðingjann (og demantana) áður en morðinginn finnur þau?Richard Osman er rithöfundur auk þess að vera framleiðandi og stjórnandi ýmissa sjónvarpsþátta.Fimmtudagsmorðklúbburinn, sem kom út árið 2021, var fyrsta skáldsaga hans og hér kemur sú næsta, Maðurinn sem dó tvisvar.