Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Nákuldi

Forsíða bókarinnar

Á dimmum vetrardögum á Hjaltlandi veldur úrhellisrigning geysimikilli aurskriðu. Við greftrun gamls vinar verður Jimmy Perez vitni að því þegar leðjan og móríkt vatnið hrífa með sér gamalt smábýli. Í rústunum finnur Perez lík dökkhærðrar konu í rauðum silkikjól.

Fljótlega kemur í ljós að dökkhærða konan hafði dáið áður en skriðan féll. En hver var hún og hvernig bar dauða hennar að?

Ann Cleeves er einn virtasti glæpasagnahöfundur heims. Bækur hennar um lögregluforingjann Jimmy Perez, sem gerast á Hjaltlandseyjum (Shetland), hafa slegið í gegn. Breska ríkissjónvarpið, BBC, hefur gert vandaða sjónvarpsþætti eftir sögunum sem njóta mikilla vinsælda víða um heim.

„Afar fáir rithöfundar í heiminum eru fremri Ann Cleeves í persónusköpun.“

Daily Express

„Ein allra eftirminnilegasta bókin í Shetland-seríunni.“

Financial Times

„Enginn núlifandi höfundur tekur Ann Cleeves fram í landslagslýsingum“

Guardian