Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Náttúrulögmálin

Forsíða bókarinnar

Árið 1925 kallar biskup Íslands til prestastefnu á Ísafirði. Megintilgangurinn virðist vera að storka þjóðtrú landans og sýna mátt kristindómsins frammi fyrir hindurvitnum, spíritisma og náttúruöflum. Hér er brugðið á leik með heimildir og staðreyndir í bráðskemmtilegri frásögn af umbreytingatímum í sögu þjóðarinnar og heimsbyggðarinnar allrar.