Náttúrulögmálin
Árið 1925 kallar biskup Íslands til prestastefnu á Ísafirði. Megintilgangurinn virðist vera að storka þjóðtrú landans og sýna mátt kristindómsins frammi fyrir hindurvitnum, spíritisma og náttúruöflum. Hér er brugðið á leik með heimildir og staðreyndir í bráðskemmtilegri frásögn af umbreytingatímum í sögu þjóðarinnar og heimsbyggðarinnar allrar.