Nickel-strákarnir
Elwood Curtis er efnilegur piltur sem verður innblásinn af ræðum dr. Martin Luther King. En í Bandaríkjum sjöunda áratugarins má drengur sem er dökkur á hörund ekki misstíga sig.
"***** Hrífandi saga." EFI, Mbl.
"Bók sem allir bókmenntaunnendur verða að lesa." Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljan
Elwood Curtis er efnilegur piltur í Tallahassee í Florida-fylki sem verður innblásinn af ræðum dr. Martin Luther King. En í Bandaríkjum sjöunda áratugarins má drengur sem er dökkur á hörund alls ekki misstíga sig.
Nickel-strákarnir er byggð á sögu raunverulegs skóla sem var starfræktur í 111 ár og mótaði líf þúsunda barna. Colson Whitehead er einn rómaðasti rithöfundur Bandaríkjanna og hefur í tvígang fengið virtustu bókmenntaverðlaun sem þar eru veitt, Pulitzer-verðlaunin - í seinna skiptið árið 2020 fyrir Nickel-strákana.
„Þetta er bók sem allir bókmennaunnendur verða að lesa.“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljunni
„Ofboðslega grípandi ... frábær og ofsalega áhrifamikil.“ Sunna Dís Másdóttir, Kiljunni
„Stórkostleg bók.“ Egill Helgason, Kiljunni
„Hrífandi og mikilvæg saga sem hreyfir við lesandanum" Einar Falur Ingólfsson, Morgunblaðinu