Roald Dahl bækurnar Nornirnar
Lítill drengur býr hjá ömmu sinni. Helstu óvinir þeirra eru nornir sem þola ekki börn og vilja útrýma þeim með æðstu aðalnorn fremsta í fylkingu. Tekst þeim ætlunarverk sitt? Fyndin, skemmtileg og örlítið ljúfsár bók frá sagnameistaranum snjalla Roald Dahl. Endurútgáfa.
Litli drengurinn veit fátt betra en að hlusta á ömmu sína segja sér sögur. Hún segir honum sögur af nornum sem virðast vera ósköp venjulegar konur en eru það alls ekki þegar betur er að gáð. Dag einn kemur kona í garðinn þeirra og drengurinn sér að þetta er norn. Honum tekst að forða sér en nú veit amma hans að þær eru mættar, nornirnar. Hún rannsakaði nefnilega nornir þegar hún yngri. Amman og drengurinn fara síðan í sumarfrí en þá vill svo til að þar er ársþing Hins konunglega félags gegn barnaplageríi. Gott og blessað, ekki satt? Nei, ekki svo gott. Þetta er yfirskin því þarna er um að ræða ársþing nornanna. Þær geta ekki verið nálægt börnum og geta breytt þeim í aðrar verur. Öll börn á hótelinu eru í hættu. Sérstaklega þar sem æðsta yfirnorn er sérlega uppsigað við börn. Getur drengurinn forðað sér frá nornunum? Spyrjum að leikslokum. Nornirnar eru sannkallað meistaraverk frá sagnameistaranum mikla, Roald Dahl.