Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Norrlands Akvavit

Forsíða bókarinnar

Á fimmta áratug 20. aldar varð mikil trúarvakning í Vesturbotni í Svíþjóð. Þar lék trúboðspresturinn Olof stórt hlutverk. Hálfri öld síðar snýr hann aftur. En þá er allt breytt í Vesturbotni – nema brennivínið, Gammal Norrlands Akvavit. — Einstök skáldsaga eftir sænska stílsnillinginn Torgny Lindgren.

.....

Á fimmta áratug tuttugustu aldar varð mikil trúarvakning í Vesturbotni í Svíþjóð. Þar lék trúboðspresturinn Olof Helmersson stórt hlutverk. Hann var þekktur fyrir kraftmiklar predikanir, auk þess sem hann var ákafur baráttumaður fyrir bættri tannhirðu. Þegar vakningaraldan tók að dvína hvarf presturinn á braut og enginn vissi hvað um hann varð. Hálfri öld síðar snýr hann aftur. En þá var allt breytt í innsveitum Vesturbotns – nema brennivínið, Gammal Norrlands Akvavit.

Torgny Lindgren (1938–2017) var einn mesti stílsnillingur sænskra nútímabókmennta. Hann hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín og var kjörinn í Sænsku akademíuna árið 1991.