Höfundur: Torgny Lindgren

Biblía Dorés

Nafnlaus sögumaður tekur að sér að segja sögu Gustave Dorés (1832–1883), eins þekktasta bókaskreytis nítjándu aldar. Sagan af Doré verður hins vegar saga hins nafnlausa öryrkja sem hefur skapað veröld sína með stuðningi úr biblíumyndum Dorés en af ævi listamannsins segir fátt.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Lokasuðan Torgny Lindgren Ugla Í Lokasuðunni heldur Torgney Lindgren áfram sagnagerð sinni um heim bernskuslóðanna í Vesturbotni í Norður-Svíþjóð. Nú með aðstoð sögumanns sem hefur lifað ellina af og er kominn á aðra öld ...
Norrlands Akvavit Torgny Lindgren Ugla Á fimmta áratug 20. aldar varð mikil trúarvakning í Vesturbotni í Svíþjóð. Þar lék trúboðspresturinn Olof stórt hlutverk. Hálfri öld síðar snýr hann aftur. En þá er allt breytt í Vesturbotni – nema brennivínið, Gammal Norrlands Akvavit. — Einstök skáldsaga eftir sænska stílsnillinginn Torgny Lindgren.