Álfheimar Ófreskjan
Konáll, Soffía, Pétur og Dagný hafa verið krýnd konungar í heimi álfanna. Konáll er alsæll í nýju hlutverki þótt hann kæri sig lítið um áskoranir sem fylgja. Fljótlega taka þau eftir illum öflum sem kannski hafa slæðst úr öðrum heimum og yfir vofir að hin ógurlega ófreskja Vritra geti losnað úr álögum og þá er bæði konungsríkinu og heiminum hætt.
Hvað hyggst galdrameistarinn Mestiok fyrir með ungmennin fjögur? Tekst þeim að rækta vináttuna í hvaða aðstæðumsem er? Og hvað er eiginlega Vritra?
Þriðja bók af fjórum um fjögur ungmenni í heimi álfanna eftir prófessor Ármann Jakobsson en áður hafa komið út Bróðirinn og Risinn. Í bókaflokknum er tekist á við álfatrú á nýstárlegan og spennandi hátt.