Ólgublóð / Restless Blood
Úrval ljóða ásamt enskum þýðingum Júlíans D‘Arcys og Ástráðs Eysteinssonar.
Hannes Hafstein steig fram sem nýtt afl í íslenskum skáldskap. Ljóð hans þóttu einkennast af krafti, raunsæi og hispursleysi. Í þeim búa innri átök sem settu einnig svip á feril hans sem stjórnmálamanns og fyrsta ráðherra Íslands.
Ljóðin í þessari tvímála bók endurspegla ólgu tilfinningaverunnar andspænis náttúrunni, samskiptum kynjanna og þjóðfélagi á tímamótum.