Opið haf
Mögnuð frásögn um ótrúlega mannraun. Fiskibát hvolfir úti á opnu hafi í vetrarmyrkri og brátt er aðeins einn sjómannanna eftir ofansjávar. Einn maður andspænis algeru ofurefli, bjargarlaus á óravíðu hafi. Í örvæntingu syndir hann af stað … Einar Kárason segir hér frá bráðum lífsháska og sterkum lífsvilja, og byggir verkið á sönnum atburði.