Ósýnilegur gestur í múmíndal
Hugljúf og falleg endursögn á smásögu Tove Jansson um stúlkuna Ninnu sem varð ósýnileg þegar hún dvaldi hjá kuldalegri frænku. Tikkatú er viss um að hjá múmínfjölskyldunni muni Ninna verða sýnileg aftur en múmínsnáðinn og Mía litla eru ekki sammála um hvaða leið sé best til þess. Litríkar myndir varpa töfraljóma á lífið í múmíndal.