Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Peningar

Ótrúlegar sögur af dýrkeyptum mistökum, lygilegri heppni og undarlegu fólki

Forsíða bókarinnar

Bókin varpar ljósi á áhugaverðar, spaugilegar og stundum hreint út sagt ótrúlegar hliðar fjármála á lifandi og aðgengilegan hátt. Litið er bak við tjöldin meðal annars í heimi kvikmynda, tölvuleikja, fótbolta, tónlistar og tísku. Nokkur dýrkeyptustu mistök fjármálasögunnar eru reifuð á síðum þessarar bókar en einnig eru sagðar sögur af snilligáfu fólks á sviði fjármála.

Bókin Peningar varpar ljósi á áhugaverðar, spaugilegar og stundum hreint út sagt ótrúlegar
hliðar fjármála á lifandi og aðgengilegan hátt. Litið er bak við tjöldin meðal annars í heimi
kvikmynda, tölvuleikja, fótbolta, tónlistar og tísku og fjallað um bæði það sem vel hefur
tekist og það sem farið hefur á versta veg. Nokkur dýrkeyptustu mistök fjármálasögunnar
eru reifuð á síðum þessarar bókar en einnig eru sagðar sögur af snilligáfu fólks á sviði
fjármála. Í bókinni má líka finna góð ráð um meðferð sparifjár og leitast er við að vekja
áhuga lesenda á fjármálum. En fyrst og fremst er bókinni ætlað að sanna að peningar geta
verið skemmtilegir!

Björn Berg Gunnarsson, hefur starfað við eflingu fjármálalæsis og fjármálafræðslu fyrir
almenning í meira en áratug. Auður Ýr Elísabetardóttir teiknar myndir bókarinnar sem glæða síður hennar frekara lífi.