Rétt áðan
Árum saman hefur Illugi Jökulsson punktað hjá sér ýmislegt af því sem hann sér og heyrir, man og upplifir á ferðum sínum um lífið, samfélagið, veröldina, verslanirnar og heitu pottana. Hér eru þær sögur komnar í eina bók — sprúðlandi fyndnar, nístandi átakanlegar, fallega hlýjar og allt þar á milli.
„Við upplifum sögur á hverjum degi, flestar hverfa út í bláinn en fáeinum auðnast að hremma þær og gefa þeim framhaldslíf eins og Illuga Jökulssyni.“
Silja Aðalsteinsdóttir
„Illugi ljóstrar upp um það leyndarmál að tilveran er gnægtaborð, hversdagurinn göldróttur og mannlífið ískrandi fyndið, ef maður gefur því gaum.“
Haukur Már Helgason