Risaeðlur! Risaeðlur.
Hin stórkostlega bók!
Þegar flett er í gegnum þessar stórkostlegu myndir kynnumst við því hvernig hinar mikilfenglegu risaeðlur litu út, allt frá þeim frumstæðustu til síðustu tegundanna sem reikuðu um jörðina. Hægt er að bera stærð þeirra og þyngd saman við fólk og hluti sem við þekkjum vel í nútímanum.
Það er fleira en stærðin sem skilgreinir risaeðlur (þær voru bæði stórar og litlar), og ekki er það fæðið, þar sem sumar þeirra voru kjötætur, aðrar jurtaætur. Það sem skildi þær frá öðrum dýrategundum voru fæturnir, staðsettir lóðrétt undir skrokknum, og það áttu þær sameiginlegt með þeim fuglategundum sem við þekkjum enn í dag. Við fyrstu sýn minna risaeðlur kannski á krókódíla en fæturnir á þeim eru á hlið skrokksins.
Risaeðlur bjuggu á jörðinni í 150 milljón ár. Mannfólk hefur aðeins verið hér í þrjár eða fjórar milljónir ára og það hefur búið við hlið ótal annarra tegunda: annarra spendýra, fiska, skriðdýra og skordýra. En risaeðlurnar voru heldur ekki einar hérna, heldur höfðu þær félagsskap fugla, fiska, skordýra og spendýra.
Skoðum nánar þessar forsögulegu lífverur.
Þótt það virðist ótrúlegt hefur maðurinn aðeins byggt jörðina í 3-4 milljón ár en á undan okkur réðu risaeðlur hér ríkjum í 150 milljón ár.
Hvernig gátum við þá gleymt þeim?
Hér má kynnast fyrstu risaeðlum tríastímabilsins, eins og herreraeðlunni og áreðlunni, ótrúlega hálslöngum jurtaætum júratímabilsins, á borð við freyseðluna, og grimmum rándýrum krítartímabilsins, þar á meðal grameðlunni.