Rit Árnastofnunar nr. 113 Rúnir á Íslandi

(2. útgáfa)

Forsíða bókarinnar

Hér er um að ræða nýja og endurbætta útgáfu bókarinnar og hefur meðal annars ítarlegri nafnaskrá verið bætt við sem eykur gagnsemi ritsins og auðveldar notkun.

Með fornleifauppgötvunum síðustu ára hefur komið æ betur í ljós að rúnir voru notaðar á Íslandi frá upphafi byggðar til þess að rista nöfn og setningar í gripi af ýmsu tagi. Þótt Íslendingar lærðu að rita bækur með latínuletri hélt rúnaletrið lengi vel þeim sessi að vera það letur sem notað var í áletranir.

Dr. Þórgunnur Snædal starfaði í 37 ár sem rúnafræðingur við Riksantikvarieämbetet

í Stokkhólmi. Í þessu aðgengilega yfirlitsriti birtir hún afrakstur rannsókna sinna á íslenskri rúnasögu frá landnámi til nútímans.