Safnið
Ljóð Lindu Vilhjálmsdóttur
Linda Vilhjálmsdóttir skáld er þekkt fyrir beinskeytt og meitluð ljóð. Þetta safn geymir allar níu ljóðabækur hennar frá árabilinu 1990-2022, auk nokkurra ljóða sem birst hafa annars staðar eða eru áður óbirt. Inngangsorð skrifar Kristín Eiríksdóttir og í bókarlok er viðtal Hauks Ingvarssonar við Lindu þar sem hún segir frá lífi sínu og skáldskap.