Sagan af Gýpu
Gýpa er með eindæmum matgráðug og mesta furða að hún hafi ekki verið búin að éta heimilisfólk út á gaddinn. Þegar matinn þrýtur étur hún askinn sinn, karl og kerlingu í kotinu og kúna Kreppiltrýnu. Síðan heldur hún af stað. Hver skyldi vera svo ólánsamur að verða á vegi hennar? Stórkostlegt íslenskt ævintýri.