Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Sagan af Hertu 3

Forsíða bókarinnar

Í heiminum öllum geisar stríðið mikla og Herta Hahn bíður þess milli vonar og ótta að fá skilaboð um hvar sonur hennar, Folke, sé niðurkominn. Á meðan vinnur hún myrkranna á milli á Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn.

Þegar spænska veikin herjar á stríðshrjáðan heiminn dimmir yfir voninni um að Herta komist aftur til Svíþjóðar og endurheimti soninn sem hún neyddist til að láta frá sér. Vegna smithættu er of áhættusamt að ferðast, sjúklingum fjölgar með ógnarhraða og sjúkrahúsið þarf meira en nokkru sinni á Hertu að halda. Þó finnst ljós í myrkrinu því Herta fær óvænt tækifæri til að vinna aftur með Vagni lækni.

Sagan af Hertu er þriðja bókin í þessum einstaklega grípandi sögulega sagnabálki um unga stúlku sem þarf að berjast fyrir tilverurétti sínum og sjálfstæði á umbrotatímum. Höfundur bókarinnar, Anna Sundbeck Klav, hefur gefið út fjölda bóka og skrifar undir dulnefni. Herdís Magnea Hübner þýðir.