Sálarhlekkir
Komið er að tímamótum í lífi Halldóru Hallbjargar Orradóttur þegar farið er að líða á ævikvöldið. Hún þarf að segja skilið við lífið sem hún þekkir og flytjast á hjúkrunarheimili með lítið annað með sér en dularfullt umslag. Nýr kafli hefst í lífi hennar en um leið rígheldur fortíðin í hana. Myrk leyndarmál, sem hlekkjað hafa sál hennar alla tíð fr
Sálarhlekkir er einstaklega fögur og átakanleg skáldsaga sem fléttar fortíðinni saman við það sem virðist vera síðasti kaflinn í bók lífsins. Þetta er saga um sársauka, söknuð og sektarkennd en líka saga um ástina, uppgjör og endurlausn.
Steindór Ívarsson sló í gegn með bók sinni Þegar fennir í sporin sem kom út árið 2021. Hér snýr hann aftur með heillandi og spennandi örlagasögu sem mun hitta í mark hjá lesendum. Bókin birtist í dásamlegum lestri mæðgnanna Helgu E. Jónsdóttur og Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur.