Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Sálarhlekkir

Forsíða bókarinnar

Komið er að tímamótum í lífi Halldóru Hallbjargar Orradóttur þegar farið er að líða á ævikvöldið. Hún þarf að segja skilið við lífið sem hún þekkir og flytjast á hjúkrunarheimili með lítið annað með sér en dularfullt umslag. Nýr kafli hefst í lífi hennar en um leið rígheldur fortíðin í hana. Myrk leyndarmál, sem hlekkjað hafa sál hennar alla tíð fr

Sálarhlekkir er einstaklega fögur og átakanleg skáldsaga sem fléttar fortíðinni saman við það sem virðist vera síðasti kaflinn í bók lífsins. Þetta er saga um sársauka, söknuð og sektarkennd en líka saga um ástina, uppgjör og endurlausn.

Steindór Ívarsson sló í gegn með bók sinni Þegar fennir í sporin sem kom út árið 2021. Hér snýr hann aftur með heillandi og spennandi örlagasögu sem mun hitta í mark hjá lesendum. Bókin birtist í dásamlegum lestri mæðgnanna Helgu E. Jónsdóttur og Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur.

Hljóðbrot