Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Samfélags­hjúkrun

Forsíða bókarinnar

Bókin byggist á reynslu og þekkingu á hjúkrun í íslensku samfélagi og er ætluð til kennslu á 3. hæfniþrepi sjúkraliðanáms. Hún á þó erindi víðar því hún miðlar þekkingu og skilningi á samfélagshjúkrun almennt, með sérstakri áherslu á geðhjúkrun. Efninu er skipt í þrjá hluta þar sem fjallað er um samfélag, fjölskyldu og geðheilsu í víðu samhengi.

Bókin byggist á reynslu og þekkingu á hjúkrun í íslensku samfélagi og er ætluð til kennslu á 3. hæfniþrepi sjúkraliðanáms. Hún á þó erindi víðar því hún miðlar þekkingu og skilningi á samfélagshjúkrun almennt, með sérstakri áherslu á geðhjúkrun. Efninu er skipt í þrjá hluta þar sem fjallað er um samfélag, fjölskyldu og geðheilsu í víðu samhengi.

Bókina prýða mandölur úr íslenskum lækningajurtum eftir Sigríði Soffíu Hafliðadóttur. Þær tengjast íslenskum alþýðulækningum og hugmyndafræði sjálfsalúðar, sem getur stuðlað að vellíðan fólks og er eitt meginstefið í hjúkrun fólks með geðraskanir.