Sextíu kíló af sunnudögum

Forsíða bókarinnar

Þegar Gesti Eilífssyni berst óvænt sendibréf leggur hann upp í langferð. Í Ameríku kynnist hann nýjum og framandi heimi en líka áður ókunnum hliðum á sjálfum sér. Á meðan breytist allt í firðinum hans heima. Hér lýkur Hallgrímur Helgason stórvirkinu um síldarævintýrið á Segulfirði, þríleik þjóðar sem þráði betra líf, þurr gólf og ljós í tilveruna.