Skálds saga
74 kaflar úr höfundarlífinu
Hvaðan kemur innblástur skáldsins og þörfin til að skrifa? Og hvernig komast hugmyndirnar á blað? Steinunn Sigurðardóttir hefur sent frá sér tugi vinsælla skáldverka og annarra bóka en hér segir hún frá sjálfri sér og ævintýralegu höfundarlífi sínu – lýsir viðhorfum sínum, aðferðum og aðstöðu við skriftir með leiftrandi gáska og einstakri stílfimi.