Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Institute of Archaeology Monograph Series Skálholt: Excavations of a Bishop's Residence and School c. 1650-1790

Volume 1: The Site

Forsíða bókarinnar

Fyrsta bindi af þremur um fornleifarannsókn í Skálholti þar sem upp voru grafin húsakynni biskupa, þjónustufólks og skólasveina. Í þessu fyrsta bindi er fjallað almennt um verkefnið en í því er einnig að finna ítarlega umfjöllun um þær fjölmörgu byggingar sem voru grafnar upp og voru í notkun á tímabilinu 1650-1950.

Árið 2002 hófu fornleifafræðingar rannsókn í Skálholti þar sem upp voru grafin húsakynni biskupa, þjónustufólks og skólasveina. Tuttugu árum síðar lítur fyrsta bindið um rannsóknina dagsins ljós og munu önnur tvö fylgja í kjölfarið. Í þessu fyrsta bindi er fjallað almennt um verkefnið en í því er einnig að finna ítarlega umfjöllun um þær fjölmörgu byggingar sem voru grafnar upp og voru í notkun á tímabilinu 1650-1950. Í bókinni er greint frá því hvernig byggðin og húsakosturinn breyttust á þessum tíma og gefin er innsýn í síðustu aldir biskupsstólsins í Skálholti og hvernig hann breyttist í venjulegt býli. Bindi 2 og 3 munu fjalla um einkar ríkulega efnismenningu á staðnum og vitnisburð umhverfisrannsókna en saman munu þau gefa ómetanlegt yfirlit um lífshætti á einhverjum merkasta sögustað Íslands. Bókin er á ensku með samantekt á íslensku.