Institute of Archaeology Monograph Series Skálholt: Excavations of a Bishop's Residence and School c. 1650-1790
Volume 1: The Site
Fyrsta bindi af þremur um fornleifarannsókn í Skálholti þar sem upp voru grafin húsakynni biskupa, þjónustufólks og skólasveina. Í þessu fyrsta bindi er fjallað almennt um verkefnið en í því er einnig að finna ítarlega umfjöllun um þær fjölmörgu byggingar sem voru grafnar upp og voru í notkun á tímabilinu 1650-1950.
Árið 2002 hófu fornleifafræðingar rannsókn í Skálholti þar sem upp voru grafin húsakynni biskupa, þjónustufólks og skólasveina. Tuttugu árum síðar lítur fyrsta bindið um rannsóknina dagsins ljós og munu önnur tvö fylgja í kjölfarið. Í þessu fyrsta bindi er fjallað almennt um verkefnið en í því er einnig að finna ítarlega umfjöllun um þær fjölmörgu byggingar sem voru grafnar upp og voru í notkun á tímabilinu 1650-1950. Í bókinni er greint frá því hvernig byggðin og húsakosturinn breyttust á þessum tíma og gefin er innsýn í síðustu aldir biskupsstólsins í Skálholti og hvernig hann breyttist í venjulegt býli. Bindi 2 og 3 munu fjalla um einkar ríkulega efnismenningu á staðnum og vitnisburð umhverfisrannsókna en saman munu þau gefa ómetanlegt yfirlit um lífshætti á einhverjum merkasta sögustað Íslands. Bókin er á ensku með samantekt á íslensku.